Heiðarlegur heimilismatur

Öll Hádegi og kvöld nema sunnudaga

Um Okkur

Matstöðin sérhæfir sig í heiðarlegum heimilismat fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við erum með veitingarsal sem tekur 160 manns í sæti en sendum einnig heim í gegnum aha og wolt heimsendingarþjónustu.

Við bjóðum einnig upp á víðtæka fyrirtækjaþjónustu og sendum tilbúin mat til fyrirtækja og hópa á höfuðborgarsvæðinu.

FERKST HRÁEFNI

Við leggjum áherslu á gott, fjölbreytt og ferskt hráefni.

GÓÐ ÞJÓNUSTA

Afslappað andrúmsloft og vinalegt starfsfólk.

FRÁBÆR VERÐ

Þú færð eins mikið og þú getur í þig látið á frábæru verði.

Matseðill vikunnar

29. apríl - 4. maí

Mánudagur

Grísasnitzel með sykurbrúnuðum kartöflum og sveppasósu.


Bjúgu með uppstúf.


Steiktur fiskur í raspi með lauksmjöri og remúlaði.


Vegan: chix’n naggar með frönskum og sweet chilli mayo.


Súpa: villisveppasúpa.

Þriðjudagur

Purusteik með sykurbrúnuðum kartöflum og rauðvíns sósu.


Steikt nautakjöt í engifer bættri ostrusósu með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.


Spænskur saltfisk réttur með hrísgrjónum og fersku salati.


Vegan: Djúpsteiktir blómkálsvængir með frönskum kartöflum og buffalo sósu.


Súpa: Aspassúpa.

Miðvikudagur

Lokað 1 maí.

Fimmtudagur

Hægeldaður nautaskanki (osso bucco) með kartöflumús og piparsósu.


Kjúklingur í paneng karrý með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.


Þorskur í parmesan og hvítlauk með chilli og hnetukurli.


Vegan: wasabi falafel salat.


Súpa: Blómkálsúpa.

Föstudagur

Lambalæri með bernaise.


Grísasamloka (pulled pork) með sultuðum rauðlauk, frönskum kartöflum og hvítlaukspiparsósu.


Kjúklingalundir í kornflakes raspi með frönskum kartöflum og spicy mayo.


Þorskur í engifer kókos með hrísgrjónum og fersku salati.


Vegan: lasagna með fersku salati og súrdeigsbrauði.


Súpa: kakósúpa.

Laugardagur

Lambakótilettur í raspi með lauksmjöri.


Ítalskur grísapottréttur með kartöflumús og hvítlauksbrauði.


Úrbeinuð piri piri kjúklingalæri með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.


Pizzuhlaðborð.


SS pylsur með öllu.


Djúpsteiktur fiskur og franskar.


Vegan: pizza.


Súpa: íslensk kjötsúpa.

Verð: 2.990 kr.

1.500 fyrir börn yngri en 12 ára.

10 skipta kort: 27.000 kr.

Viltu heimsendingu?